Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 25. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Ógnarsterkir Blikar fá ÍBV í heimsókn
Breiðablik hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu til þessa.
Breiðablik hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það fara fram þrír leikir á íslenska undirbúningstímabilinu í dag.

Áhorfendur eru leyfðir á þessum leikjum samkvæmt nýjustu reglum. Hámarksfjöldi er 200 manns og tryggja verður að fólk sé í sætum, einn meter verður að vera á milli sæta. Ef það er ekki hægt að koma því við, þar sem áhorfendur eru til dæmis í stæðum, gilda reglurnar um 50 í rými eins og almenna reglan er. Fólk verður að vera með grímur.

Breiðablik og ÍBV eigast við í Lengjubikar karla á Kópavogsvelli. Breiðablik hefur litið mjög vel út á þessu undirbúningstímabili. Liðið vann A-deild Fótbolta.net mótsins og er með fullt hús stiga og markatöluna 9:0 eftir tvo leiki í Lengjubikarnum. ÍBV er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.

Þá eru tveir leikir í B-deild Lengjubikars kvenna. Þetta eru fyrstu leikirnir í þerri keppni; Víkingur Reykjavík tekur á móti Aftureldingu og HK fær Gróttu í heimsókn.

fimmtudagur 25. febrúar

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
15:30 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Víkingur R.-Afturelding (Víkingsvöllur)
20:00 HK-Grótta (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner