Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. febrúar 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Vinnur Man Utd kapphlaupið um Aarons?
Powerade
Max Aarons fagnar marki.
Max Aarons fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Cavani gæti farið í sumar.
Cavani gæti farið í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allar nýjustu kjaftasögurnar. Njótið!



Manchester United vill ekki borga 68 milljóna punda riftunarverð í samningi Jules Kounde (22) miðverði Sevilla. (Mail)

Manchester City er að íhuga að bjóða Borussia Dortmund yfir 100 milljónir punda fyrir Erling Braut Haaland (20) og Giovanni Reyna (18) í sumar. (90min)

Dortmund gæti selt Haaland í sumar, ári áður en að riftunarklásúla hans upp á 70 milljónir punda mun byrja að virka. Dortmund gæti beðið um allt að 150 milljónir punda fyrir Haaland í sumar. (Star)

Tammy Abraham (23) vill ekki gera nýjan samning við Chelsea meðan Haaland er orðaður við félagið. (Metro)

Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er tilbúinn að bjóða Manchester United annan framherja þar sem Edinson Cavani (34) gæti farið annað í sumar. (Mirror)

Manchester United vill fá 40 milljónir punda fyrir markvörðinn Dean Henderson (23) ef hann verður seldur í sumar. (Express)

Henderson er orðinn mjög pirraður á litlum spiltíma hjá United. (Sky Sports)

Norwich vonast til að fá 35 milljónir punda fyrir bakvörðinn Max Aarons (21) en hann er á óskalista Manchester United. (Metro)

Everton er einnig að skoða Aarons. (Sky Sports)

Everton hefur ekki rætt við Norwich um Aarons en Manchester United, Bayern Munchen og Barcelona hafa öll áhuga á honum. (Mail)

Norwich hafnaði tilboði frá Roma í Aarons í janúar. (Sun)

Patrick van Aanholt (30), vinstri bakvörður Crystal Palace, verður samningslaus í sumar en hann hefur hafið viðræður við ónefnt félag sem er í Meistaradeildinni. (Football Insider)

Manchester United ætlar ekki að nýta sér ákvæði til að framlengja samning sinn við Juan Mata (32) um eitt ár. (MEN)

Juventus, Inter og Roma vilja fá Mata þegar hann verður samningslaus í sumar. (Sun)

Tottenham ætlar að selja markvörðinn Paulo Gazzaniga (29) í sumar en hann er á láni hjá spænska félaginu Elche í dag. (Football Insider)

Steve Clarke, þjálfari skoska landsliðsins, og Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, eru orðaðir við stjórastöðuna hjá Celtic eftir að Neil Lennon var rekinn. (The Sun)

Huddersfield vonast til að fá framherjann Oumar Niasse (30) en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Everton. (Yorkshire Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner