„Ársþing KSÍ var að samþykkja að öll lið í efstu deild skulu leika á gervigrasi,“ skrifar ósáttur Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, á Twitter.
Á ársþinginu á Ísafirði í dag var samþykkt að gera kröfu um flóðlýsingu á leikjum í efstu deildum frá árinu 2026. Hér á Íslandi er hefð fyrir því að flóðlýsa aðeins gervigrasvelli og er Laugardalsvöllur eini flóðlýsti grasvöllur landsins.
Komið hefur upp sú staða í efstu deild að spila hefur þurft leiki snemma að degi til á virkum dögum þar sem vellirnir sem leikið var á voru ekki með flóðlýsingu.
Í efstu deild karla í ár eru ÍBV, KR, FH og Keflavík með gras á aðalvelli sínum og hafa ekki flóðljós. Í kvennaflokki eru það ÍBV, Selfoss, FH, Þór/KA, Keflavík og Tindastóll eða sex af tíu liðum.
ÍTF lagði fram tillöguna um að leikvellir yrði flóðlýstir.
„Með breytingu á mótafyrirkomulagi í efstu deildum og lengingu keppnistímabils inn í skammdegið er mikilvægt að bregðast við og búa leikvellina þannig að hægt sé að spila á þeim seinni part dags þegar líður á haustið. Við núverandi ástand er erfitt að finna hentugan tíma fyrir leiki í seinni hluta tímabilsins hjá þessum liðum og lenda leikir því oft á þeim tímum hvorki áhorfendur né starfsmenn leikjanna hafa möguleika á að mæta á völlinn," segir í greinargerð með tillögunni.
Á ársþinginu á Ísafirði í dag var samþykkt að gera kröfu um flóðlýsingu á leikjum í efstu deildum frá árinu 2026. Hér á Íslandi er hefð fyrir því að flóðlýsa aðeins gervigrasvelli og er Laugardalsvöllur eini flóðlýsti grasvöllur landsins.
Komið hefur upp sú staða í efstu deild að spila hefur þurft leiki snemma að degi til á virkum dögum þar sem vellirnir sem leikið var á voru ekki með flóðlýsingu.
Í efstu deild karla í ár eru ÍBV, KR, FH og Keflavík með gras á aðalvelli sínum og hafa ekki flóðljós. Í kvennaflokki eru það ÍBV, Selfoss, FH, Þór/KA, Keflavík og Tindastóll eða sex af tíu liðum.
ÍTF lagði fram tillöguna um að leikvellir yrði flóðlýstir.
„Með breytingu á mótafyrirkomulagi í efstu deildum og lengingu keppnistímabils inn í skammdegið er mikilvægt að bregðast við og búa leikvellina þannig að hægt sé að spila á þeim seinni part dags þegar líður á haustið. Við núverandi ástand er erfitt að finna hentugan tíma fyrir leiki í seinni hluta tímabilsins hjá þessum liðum og lenda leikir því oft á þeim tímum hvorki áhorfendur né starfsmenn leikjanna hafa möguleika á að mæta á völlinn," segir í greinargerð með tillögunni.
Meðal annarra tíðinda á þinginu var að breytingin sem var samþykkt af stjórn KSÍ varðandi það að félögum í efstu deild karla sé skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna stendur. Tillaga ÍTF um að leyfismál gangi ekki lengra en hjá UEFA var felld.
Athugasemdir