City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   þri 25. febrúar 2025 22:50
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Icelandair
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn var erfiður en Frakkar voru að tefja í 20 mínútur á móti Íslandi. Við getum verið mjög svekktar. Eins og ég segi að þá var þetta stóra og stjörnubjarta lið að tefja á móti okkur. Hefðum við fengið einn séns hefðum við jafnað leikinn.“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 3-2 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Karólína segir að leikmenn franska liðsins hafi verið orðnar pirraðar og hún var ekki sátt með dómarann í kvöld.

Þær voru orðnar drullu pirraðar og dómarinn féll fyrir þeim sem var ekki gaman. En við erum ennþá æstar í að vinna þær næst.

Íslenska liðið náði tvisvar í leiknum að minnka muninn niður í eitt mark og halda okkur inni í leiknum.

Við erum með frábæran karakter í liðinu. Við vitum að við getum alltaf skorað og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Við verðum að byggja ofan á þetta.

Karólína skoraði beint úr aukaspyrnu í dag og var spurð hvort hún hefur verið að æfa þessar spyrnur eitthvað.

Fer þetta ekki hendina og inn? Ég ætlaði að setja hann í markmannshornið. Ég hitti hann nokkuð vel, hann fer svo í einhvern annan og inn. Mark er mark bara.

Er þetta ekki lið sem við getum unnið heima á Íslandi og það sama á við um Sviss?

Klárlega. Það sást alveg í lokin að við vorum að sækja á fullu til að jafna þetta og þær voru að tefja. Eins og ég segi erum við óðari í að vinna þær heima.

Karólína segist vera súr með að hafa ekki unnið Sviss miðað við úrslitin og frammistöðuna í dag.

Þegar maður horfir á þennan leik er maður ansi súr að hafa ekki unnið Sviss. Mér fannst við getað gert mun betur þá. En við sýndum góðan karakter í dag og við verðum bara að byggja ofan á þessa leiki.“ sagði Karólína Lea að lokum.

Viðtalið við Karólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner