Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 25. febrúar 2025 22:50
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Icelandair
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn var erfiður en Frakkar voru að tefja í 20 mínútur á móti Íslandi. Við getum verið mjög svekktar. Eins og ég segi að þá var þetta stóra og stjörnubjarta lið að tefja á móti okkur. Hefðum við fengið einn séns hefðum við jafnað leikinn.“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 3-2 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Karólína segir að leikmenn franska liðsins hafi verið orðnar pirraðar og hún var ekki sátt með dómarann í kvöld.

Þær voru orðnar drullu pirraðar og dómarinn féll fyrir þeim sem var ekki gaman. En við erum ennþá æstar í að vinna þær næst.

Íslenska liðið náði tvisvar í leiknum að minnka muninn niður í eitt mark og halda okkur inni í leiknum.

Við erum með frábæran karakter í liðinu. Við vitum að við getum alltaf skorað og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Við verðum að byggja ofan á þetta.

Karólína skoraði beint úr aukaspyrnu í dag og var spurð hvort hún hefur verið að æfa þessar spyrnur eitthvað.

Fer þetta ekki hendina og inn? Ég ætlaði að setja hann í markmannshornið. Ég hitti hann nokkuð vel, hann fer svo í einhvern annan og inn. Mark er mark bara.

Er þetta ekki lið sem við getum unnið heima á Íslandi og það sama á við um Sviss?

Klárlega. Það sást alveg í lokin að við vorum að sækja á fullu til að jafna þetta og þær voru að tefja. Eins og ég segi erum við óðari í að vinna þær heima.

Karólína segist vera súr með að hafa ekki unnið Sviss miðað við úrslitin og frammistöðuna í dag.

Þegar maður horfir á þennan leik er maður ansi súr að hafa ekki unnið Sviss. Mér fannst við getað gert mun betur þá. En við sýndum góðan karakter í dag og við verðum bara að byggja ofan á þessa leiki.“ sagði Karólína Lea að lokum.

Viðtalið við Karólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner