Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 25. febrúar 2025 22:50
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Icelandair
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn var erfiður en Frakkar voru að tefja í 20 mínútur á móti Íslandi. Við getum verið mjög svekktar. Eins og ég segi að þá var þetta stóra og stjörnubjarta lið að tefja á móti okkur. Hefðum við fengið einn séns hefðum við jafnað leikinn.“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 3-2 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Karólína segir að leikmenn franska liðsins hafi verið orðnar pirraðar og hún var ekki sátt með dómarann í kvöld.

Þær voru orðnar drullu pirraðar og dómarinn féll fyrir þeim sem var ekki gaman. En við erum ennþá æstar í að vinna þær næst.

Íslenska liðið náði tvisvar í leiknum að minnka muninn niður í eitt mark og halda okkur inni í leiknum.

Við erum með frábæran karakter í liðinu. Við vitum að við getum alltaf skorað og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Við verðum að byggja ofan á þetta.

Karólína skoraði beint úr aukaspyrnu í dag og var spurð hvort hún hefur verið að æfa þessar spyrnur eitthvað.

Fer þetta ekki hendina og inn? Ég ætlaði að setja hann í markmannshornið. Ég hitti hann nokkuð vel, hann fer svo í einhvern annan og inn. Mark er mark bara.

Er þetta ekki lið sem við getum unnið heima á Íslandi og það sama á við um Sviss?

Klárlega. Það sást alveg í lokin að við vorum að sækja á fullu til að jafna þetta og þær voru að tefja. Eins og ég segi erum við óðari í að vinna þær heima.

Karólína segist vera súr með að hafa ekki unnið Sviss miðað við úrslitin og frammistöðuna í dag.

Þegar maður horfir á þennan leik er maður ansi súr að hafa ekki unnið Sviss. Mér fannst við getað gert mun betur þá. En við sýndum góðan karakter í dag og við verðum bara að byggja ofan á þessa leiki.“ sagði Karólína Lea að lokum.

Viðtalið við Karólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner