Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 25. febrúar 2025 22:50
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Icelandair
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Karólína skoraði fyrsta mark Íslands og bjó til það seinna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Aukaspyrnan í kvöld sem endaði í netinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn var erfiður en Frakkar voru að tefja í 20 mínútur á móti Íslandi. Við getum verið mjög svekktar. Eins og ég segi að þá var þetta stóra og stjörnubjarta lið að tefja á móti okkur. Hefðum við fengið einn séns hefðum við jafnað leikinn.“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 3-2 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Karólína segir að leikmenn franska liðsins hafi verið orðnar pirraðar og hún var ekki sátt með dómarann í kvöld.

Þær voru orðnar drullu pirraðar og dómarinn féll fyrir þeim sem var ekki gaman. En við erum ennþá æstar í að vinna þær næst.

Íslenska liðið náði tvisvar í leiknum að minnka muninn niður í eitt mark og halda okkur inni í leiknum.

Við erum með frábæran karakter í liðinu. Við vitum að við getum alltaf skorað og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Við verðum að byggja ofan á þetta.

Karólína skoraði beint úr aukaspyrnu í dag og var spurð hvort hún hefur verið að æfa þessar spyrnur eitthvað.

Fer þetta ekki hendina og inn? Ég ætlaði að setja hann í markmannshornið. Ég hitti hann nokkuð vel, hann fer svo í einhvern annan og inn. Mark er mark bara.

Er þetta ekki lið sem við getum unnið heima á Íslandi og það sama á við um Sviss?

Klárlega. Það sást alveg í lokin að við vorum að sækja á fullu til að jafna þetta og þær voru að tefja. Eins og ég segi erum við óðari í að vinna þær heima.

Karólína segist vera súr með að hafa ekki unnið Sviss miðað við úrslitin og frammistöðuna í dag.

Þegar maður horfir á þennan leik er maður ansi súr að hafa ekki unnið Sviss. Mér fannst við getað gert mun betur þá. En við sýndum góðan karakter í dag og við verðum bara að byggja ofan á þessa leiki.“ sagði Karólína Lea að lokum.

Viðtalið við Karólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner