banner
   lau 25. mars 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann opinn fyrir starfinu hjá Tottenham
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að þýski þjálfarinn Julian Nagelsmann er opinn fyrir að hefja samningsviðræður við Tottenham.


Enska félagið virðist vera í leit að nýjum stjóra þar sem Antonio Conte er staddur úti á Ítalíu þessa dagana. Cristian Stellini, aðstoðarmaður Conte, sér um æfingar félagsins í landsleikjahlénu.

Nagelsmann var rekinn frá FC Bayern í gær, meðan hann var í skíðaferð með kærustu sinni, og er sagður vilja taka sér nokkrar vikur í frí áður en hann tekur ákvörðun varðandi framtíðina.

Conte rennur út á samningi hjá Tottenham í sumar og hefur Daniel Levy, forseti Tottenham, miklar mætur á Nagelsmann. Hann ætlar að leggja allt púður í að krækja í Nagelsmann sem fyrst.

Levy hefur tvívegis reynt að fá Nagelsmann til að taka við keflinu hjá Tottenham en án árangurs. Hann vonast til að þriðja tilraunin gangi upp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner