Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. apríl 2021 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: blikar.is 
Andri Rafn framlengir við Blika
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman hefur framlengt samning sinn við Breiðablik út tímabilið 2022. Gamli samningur Andra átti að renna út í haust.

Leikmaðurinn er nú í framhaldsnámi í verkfræði á Ítalíu en kemur til landsins í júnímánuði.

Andri er 29 ára gamall en hefur þrátt fyrir það leikið 224 leiki með Breiðabliki í efstu deild og skorað í þeim fjórtán mörk.

Hann er, þegar allir leikir eru taldir saman, leikjahæsti Blikinn frá upphafi með 351 leik að baki.

„Hann mun því að öllum líkindum halda áfram að bæta metið næstu misserin! Það verður gaman að sjá Andra Rafn aftur í grænu treyjunni enda er hann gríðarlega fjölhæfur og flottur leikmaður. Við óskum Andra og Blikum öllum til hamingju með samninginn," segir í frétt inn á blikar.is.
Athugasemdir
banner
banner