Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 25. apríl 2021 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Bayern lagði Chelsea
Hanna Glas fagnar marki með Carolin Simon (í 8-liða úrslitunum)
Hanna Glas fagnar marki með Carolin Simon (í 8-liða úrslitunum)
Mynd: EPA
Bayern Munchen 2 - 1 Chelsea
1-0 Sydney Lohmann ('12 )
1-1 Melanie Leupolz ('22 )
2-1 Hanna Glas ('56 )

Bayern Munchen vann 2-1 heimasigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku á Englandi.

Sydney Lohmann kom heimakonum yfir á 12. mínútu eftir undirbúning frá Hanna Glas. Tíu mínútum seinna jafnaði Melanie Leupolz metin fyrir Chelsea eftir undirbúning Guru Reiten.

Þannig var staðan í leikhléi. Það var svo Hanna Glas sjálf sem skoraði sigurmark leiksins á 56. mínútu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er leikmaður Bayern og var hún á varamannabekknum í dag.

Bayern leiðir því með einu marki fyrir seinni leikinn en Chelsea fer með eitt útivallarmark skorað inn í þann leik og „dugir" því 1-0 heimasigur.

Úrslitin úr hinu einvíginu:
Barcelona með útivallarmark í seinni leikinn
Athugasemdir
banner