Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 17:21
Innkastið
„Landsliðið þarf á því að halda að við séum að treysta á unga Íslendinga í vörnina"
Átti flottan leik gegn Stjörnunni.
Átti flottan leik gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í baráttunni við Emil Atlason.
Í baráttunni við Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ásgeir Helgi Orrason fékk traustið frá þjálfarateymi Breiðabliks fyrir leikinn gegn Stjörnunni og var í byrjunarliði liðsins. U21 landsliðsmaðurinn átti góðan leik í hjarta varnarinnar.

„Frábært að hann grípi þetta tækifæri og nauðsynlegt," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu þar sem 3. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Hann var frábær með Keflavík í fyrra þar sem hann var á láni og við sem þjóð þurfum bara á því að halda að lið séu að kasta ungum varnarmönnum í djúpu laugina, landsliðið þarf á því að halda að við séum að treysta á unga Íslendinga í vörnina," sagði Elvar Geir.

Ásgeir lék vel með Keflavík í fyrra, lék bæði í vörninni og á miðjunni. Bæði Keflavík og ÍA reyndu að kaupa hann af Breiðabliki í vetur.

„Þegar við lengdum deildina (úr 22 í 27 leiki) þá man ég að ein af rökunum fyrir því væru þau að menn myndu þora að spila meira á ungum leikmönnum. Það hefur heldur betur ekki verið þannig. Ásgeir spilaði bara drulluvel," sagði Valur Gunnarsson.

Arnór Gauti Jónsson fór úr hjarta varnarinnar og spilaði á miðsvæðinu og á bekkinn fór Anton Logi Lúðvíksson sem var tæpur vegna meiðsla.

„Ásgeir fær í þessum leikjum að eiga við tvo framherja, stóra leikmenn í Andra Rúnari og Emil, sem eru bara frammi. Það er kannski aðeins öðruvísi ef þú ert á móti hlaupagikk sem þú veist ekki hvort þú eigir alltaf að elta eða ekki," sagði Sæbjörn.

Umræðuna um leik Breiðabliks og Stjörnuna má nálgast eftir 24 mínútur í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Athugasemdir
banner