Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósuðu Ásgeiri í hástert - „Mætir þarna eins og kóngur"
Ásgeir Helgi í leiknum í gær.
Ásgeir Helgi í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Ásgeir Helgi Orrason fékk tækifæri í byrjunarliði Breiðabliks í 2-1 sigrinum gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í gær.

Ásgeir Helgi stóð sig vel á láni með Keflavík í fyrra en bæði Keflavík og ÍA reyndu að kaupa hann í vetur. Blikar höfnuðu hins vegar tilboðunum.

Ásgeir byrjaði fyrstu tvo leiki tímabilsins á bekknum en kom svo inn í liðið í gær. Fékk hann að takast á við Andra Rúnar Bjarnason og Emil Atlason, sterka sóknarmenn Stjörnunnar, og gerði hann það af stakri prýði.

„Sú ákvörðun var mjög auðveld. Ásgeir hefur verið hjá okkur lengi og við vitum hvað hann getur. Hann er frábær leikmaður," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í gær.

„Fullt traust til hans. Verkefni hans og Viktors voru að klára þá tvo (Andra og Emil). Hann gerði það frábærlega, og þeir báðir."

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, hrósaði Ásgeiri líka í hástert.

„Geira er hent út í djúpu laugina á móti tveimur líkamlega sterkum sóknarmönnum. Hann mætir þarna eins og kóngur í vörnina, grjótharður þó hann sé 20 kílóum léttari. Það smitar út frá sér í alla," sagði Höskuldur.
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Athugasemdir
banner