Inter Miami er undir í einvíginu gegn Vancouver Whitiecaps í Meistaradeild Norður og miðameríku.
Liðin áttust við í Vancouver í Kanada í nótt. Heimamenn voru með 1-0 forystu í hálfleik og bættu öðru marki við undir lok leiksins og þar við sat.
Um er að ræða tvö af bestu liðum MLS deildarinnar en Vancouver er á toppnum í Vesturdeildinni á meðan Miami er tveimur stigum frá toppnum í Austurdeildinni og á leik til góða.
Inter Miami mætti með sitt sterkasta lið en menn á borð vð Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba voru allir í byrjunarliðinu. Seinni leikur liðanna fer fram í Flórída þann 1. maí.
Athugasemdir