Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   fös 25. apríl 2025 14:13
Elvar Geir Magnússon
Króatískur framherji til Keflavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mar­in Mudrazija.
Mar­in Mudrazija.
Mynd: Instagram
Króatíski framherjinn Marin Mudrazija hefur gengið í raðir Keflavíkur. Hann er 29 ára gamall og er kominn með leikheimild en það er vika í að Lengjudeildin fer í gang.

Hann kemur til Keflavíkur frá Feronikeli í Kósovó en hann hefur flakkað um undanfarin ár og verið hjá liðum í Króatíu, Indlandi, Singapúr og Rúmeníu.

Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði frá því í viðtali á dögunum að það væri sóknarmaður á leiðinni til liðsins.

Keflavík var nálægt því að komast upp í fyrra og markmiðið í ár er auðvitað að fara upp í Bestu deildina.

„Markmiðið er ekkert leyndarmál. Við viljum komast upp um deild og helst vinna hana," sagði Haraldur.
Athugasemdir
banner