
Króatíski framherjinn Marin Mudrazija hefur gengið í raðir Keflavíkur. Hann er 29 ára gamall og er kominn með leikheimild en það er vika í að Lengjudeildin fer í gang.
Hann kemur til Keflavíkur frá Feronikeli í Kósovó en hann hefur flakkað um undanfarin ár og verið hjá liðum í Króatíu, Indlandi, Singapúr og Rúmeníu.
Hann kemur til Keflavíkur frá Feronikeli í Kósovó en hann hefur flakkað um undanfarin ár og verið hjá liðum í Króatíu, Indlandi, Singapúr og Rúmeníu.
Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði frá því í viðtali á dögunum að það væri sóknarmaður á leiðinni til liðsins.
Keflavík var nálægt því að komast upp í fyrra og markmiðið í ár er auðvitað að fara upp í Bestu deildina.
„Markmiðið er ekkert leyndarmál. Við viljum komast upp um deild og helst vinna hana," sagði Haraldur.
Athugasemdir