mið 25. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar bara að hlusta á tilboð frá fimm bestu liðum heims
Sergej Milinkovic-Savic
Sergej Milinkovic-Savic
Mynd: EPA
Claudio Lotito, forseti Lazio á Ítalíu, segist aðeins ætla að hlusta á tilboð frá fimm bestu félögum heims í serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic.

Milinkovic-Savic er stjarna í liði Lazio og hefur verið það síðustu ár en það þykir ótrúlegt að hann hafi ekki enn tekið næsta skref ferilsins og samið við stærra félag í Evrópu.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður kom til Lazio árið 2015 en þrátt fyrir áhuga margra stórliða hefur aldrei borist almenninlegt tilboð.

Lotito, forseti Lazio, segir að hann myndi aðeins íhuga tilboð frá fimm stærstu félögum heims og að það þyrfti risatilboð til að hann myndi yfir höfuð skoða það.

„Það eru mörg félög sem vilja Sergej Milinkovic-Savic. Það er eðlilegt en það er enginn verðmiði því hann er ekki á markaðnum," sagði Lotito.

„En ef það kemur risatilboð frá einu af fimm stærstu félögum heims þá mun ég ekki standa í vegi fyrir honum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner