Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK ekki óskað eftir að fá að ræða við Viktor Bjarka
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er enn í þjálfaraleit eftir að Brynjar Björn Gunnarsson tók við liði Örgryte í Svíþjóð fyrir níu dögum síðan.

Síðan hefur HK spilað tvo leiki og hefur Ómar Ingi Guðmundsson, áður aðstoðarmaður Brynjars, verið við stjórnvölinn og verið með þá Daða Rafnsson og Kára Jónasson sér til aðstoðar.

Í viðtali í gær var Ómar spurður út í sína stöðu. Býstu við því að stýra liði HK í næsta leik eða er von á tilkynningu frá félaginu?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég býst við að vera áfram, hvort það verður einhver nýr með mér það verður bara að koma í ljós," sagði Ómar.

Fótbolti.net ræddi við Frosta Reyr Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar HK, í síðustu viku og var sérstaklega spurt út í Viktor Bjarka Arnarsson.

„Við ætlum ekki að gefa upp neitt við hverja við erum að tala eða eitthvað slíkt. Viktor Bjarki gerði fína hluti með Brynjari," sagði Frosti. Viktor Bjarki er í dag yfirþjálfari hjá KR en var síðustu tímabil aðstoðarmaður Brynjars Bjarnar með lið HK.

Á síðustu dögum hefur nafn Viktors Bjarka aftur heyrst í umæðunni. Fótbolti.net heyrði í Páli Kristjánssyni, formanni knatsspyrnudeildar hjá KR, í dag og spurði hvort HK hefði óskað eftir því að fá að ræða við Viktor Bjarka.

Páll svaraði því neitandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner