Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 25. maí 2024 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang er eftirsóttur í sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að mörg félög hafi áhuga á því að krækja í framherjann knáa Pierre-Emerick Aubameyang sem var valinn sem besti leikmaður Evrópudeildarinnar þrátt fyrir háan aldur.

Aubameyang skoraði 30 mörk og gaf 11 stoðsendingar í 51 leik með Marseille á tímabilinu, en hann verður 35 ára gamall í sumar.

Sky segir að félög frá Ítalíu hafi mikinn áhuga á Aubameyang, en einnig félög í MLS deildinni og Sádi-Arabíu.

Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum við Marseille og er félagið talið vera reiðubúið til að selja hann eftir vonbrigðatímabil í Ligue 1, efstu deild franska boltans.

Aubameyang á glæsilegan feril að baki þar sem hann raðaði inn mörkunum fyrir Borussia Dortmund og Arsenal áður en hann spilaði fyrir Barcelona og Chelsea.

Aubameyang hóf ferilinn hjá AC Milan og hefur leikið fyrir Dijon, Lille, Mónakó og Saint-Étienne í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner