Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lyngby áfram í efstu deild - Elías í úrslit í Hollandi
Kolbeinn Finnson og Andri Lucas ásamt Brynjari Inga Bjarnasyni
Kolbeinn Finnson og Andri Lucas ásamt Brynjari Inga Bjarnasyni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Íslendingaliðið Lyngby verður áfram í efstu deild í Danmörku eftir að liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni sem fram fór í dag.


Kolbeinn Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen spiluðu allan leikinn þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn botnliði Hvidovre. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Hacken þegar liðið tapaði 3-0 gegn GAIS í sænsku deildinni en hann var tekinn af velli þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Hacken er með 17 stig eftir ellefu leiki í efstu deild.

Júlíus Magnússon fyrirliði Fredrikstad var á sínum stað í liðinu þegar Fredrikstad gerði markalaust jafntefli gegn Tromsö en Júlíus og félagar voru manni færri nánast allan leikinn.

Fredrikstad er nýliði í efstu deild en liðið er í 2. sæti með 21 stig eftir tíu umferðir.

Elías Már Ómarsson er kominn í úrslit um sæti í efstu deild í Hollandi eftir að NAC Breda vann 3-0 sigur á FC Emmen en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Elías kom inn á sem varamaður undir lokin í dag.

Daníel Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður þegar Cracovia tapaði 2-0 gegn Ruch Chorzow í lokaumferðinni í efstu deild í Póllandi. Liðið hafnaði í 13 sæti með 39 stig í 34 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner