Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Góð frammistaða gegn besta liði í heimi
Mynd: EPA

Manchester United varð bikarmeistari í dag eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitum.


Erik ten Hag stjóri liðsins hefur legið undir mikilli gagnrýni á þessari leiktíð en hann var gríðarlega stoltur af liðinu í leikslok.

„Liðið á allt hrós skilið. Við spiluðum mjög vel, vorum mjög sterkir, þið sjáið hvernig við getum spilað þegar allir leikmennirnir eru klárir. Sumir voru ekki í leikformi en frammistaðan var mjög góð," sagði Ten Hag.

„Ég hef sagt ykkur það í allt ár að þegar leikmennirnir eru í formi getum við spilað góðan fótbolta. Þetta var góð frammistaða gegn besta liði í heimi."

„Grannaslagurinn er til staðar, það er miklu mikilvægara þegar maður spilar gegn liði úr sömu borg. En fyrir okkur snérist þetta ekki um það, þetta var til að sanna okkur eftir mörg skakkaföll. Liðið sýndi mikla seiglu og ég er stoltur af þeim," sagði Ten Hag að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner