Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2022 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Higuain: Kom á óvart að Arsenal vildi mig ekki en borgaði svo 80 milljónir fyrir Özil
Gonzalo Higuain endaði hjá Napoli í stað Arsenal
Gonzalo Higuain endaði hjá Napoli í stað Arsenal
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain var ansi nálægt því að ganga í raðir Arsenal fyrir níu árum síðar en félagið ákvað að hætta við kaupin á honum og fá Mesut Özil í staðinn.

Arsenal var í viðræðum við Higuain sumarið 2013 en hann vissi að hann væri ekki að fara fá nægan spiltíma hjá Real Madrid.

Enska félagið var búið að ræða við Higuain og föruneyti hans en ákvað að hætta við kaupin á síðustu stundu þar sem það sagðist ekki hafa efni á því að fá hann.

Higuain gekk því til liðs við Napoli en tveimur dögum síðar keypti Arsenal þýska sóknartengiliðinn Mesut Özil. Félagið greiddi 42,5 milljónir punda fyrir hann þó Higuain haldi öðru fram.

„Áður en ég samdi við Napoli þá var sá möguleiki fyrir hendi að semja við Arsenal. Við höfðum rætt saman en félagið ákvað að sleppa því að kaupa mig og keyptu Özil fyrir 80 milljónir evra eða eitthvað svoleiðis," sagði Higuain.

„Þeir sögðu við mig að þeir ættu ekki mikinn pening til að eyða í leikmenn og ég væri of dýr. Ég ákvað því að fara til Napoli, en svo tveimur dögum síðar sé ég að Özil var keyptur fyrir 80 milljónir evra," sagði hann og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner