,,Þetta var kannski ekkert fallegasti fótboltinn en þrjú dýrmæt og góð stig," sagði Tryggvi Guðmundsson framherji HK sem skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í 2. deild karla í kvöld. Markið var ekki það fallegasta en taldi þó.
,,Það skiptir engu máli hvernig þetta lítur út, bara ef þetta fer yfir línuna og þessi fór yfir línuna. Það er gott að skora í fyrsta leik."
Tryggvi er sjálfur að koma í 2. deildina frá Pepsi-deildarliði Fylkis og að spila í fyrsta sinn í neðri deild.
,,Ég er ánægður með hvernig þetta er búið að ganga fyrir sig. Mjög ánægður með að fyrsti leikur sé að baki, mark komið og þrjú stig komin. Það er eiginlega ekki hægt að biðja um meira," sagði Tryggvi en var hann ánægður með spilamennskuna?
,,Nei, ég var ekki ánægður með hana. Þetta var óþarfa panic á okkur, við erum 2-0 yfir og komum inn í seinni hálfleikinn eins og við séum 2-0 undir, eins og við þurfum að flýta okkur að gera hlutina og drífa okkur í allar sóknir og drífa okkur að gefa á samherja sem eru undir pressu. Þetta var svolítið lélegt og við hleyptum þeim inn í leikinn. Úr varð hörkuleikur þar til við skoruðum í lokin."
Tryggvi kom til æfinga hjá HK í vikunni og samdi svo við liðið fyrir leikinn í dag og er ánægður með lífið í Kópavoginn.
,,Þetta hafa verið æðislegir dagar, sól og blíða, og strákarnir taka vel á móti mér. Davíð lét mig fá níuna eins og ekkert sé. Þetta eru bara snillingar. Gaman að vera þarna."
,,Davíð Magnússon er svo mikill ljúflingur að hann afhenti mér treyjuna og henti sér svo í 14, Cruyff."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir