Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   fim 25. júlí 2019 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara sýna betri frammistöðu
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu spræka Leiknismenn í heimsókn nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 14. umferð Inkasso deildar karla. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar haft ágætis tak á vinum sínum úr Breiðholtinu en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Einfaldega bara svekktir. Við töpuðum bara á móti sterku Leiknisliði í dag en við áttum að gera betur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu klárir í bargdaga í dag. Þeir einhvernegin tóku okkur bara og fengu svo sem ódýrt víti þarna í fyrri en í heildina voru þeir bara sterkari." 

Njarðvíkingar hafa ekki átt sterkt sumar í deild þar sem af er en eftir fína byrjun tók við 6 leikja taphrina áður en sigurinn kom loksins en frá þeim sigri hafa komið þrír tapleikir í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé erfitt að mótivera menn þegar á móti blæs.
„ Við nátturlega erum búnir að vera tapa leikjum og annað en við þurfum að einfaldlega halda áfram, það er ekki flókið, það er nóg eftir af season-inu og ef við leggjumst í væl núna að þá gerist ekki neitt."

Dómari leiksins fékk svolítið að heyra það í dag en hann var með skrítna línu í leiknum í dag.
„Mér fannst hann bara fá köll út um allan völl, hvort sem það var úr stúkunni eða okkur þjálfurum hinumeginn eða hverjum sem er. Hann var bara slakur í dag og mér fannst hann bara ekki ná að halda utan um leikinn í dag, því miður fyrir bæði lið."

 Njarðvíkingar eiga Keflvíkinga í næstu umferð en þá fer fram baráttan um bæinn og því ætti að vera kannski auðveldara að gíra menn upp í þann slag.
„Það er ekki erfitt að gíra menn upp, við erum að berjast um að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Keflavík eins og á móti öllum þessum liðum og þar mætum við og ætlum okkur hluti það er ekki flókið og við þurfum að fara gera það hvort sem það er í Keflavík eða annarstaðar og við ætlum að vera öflugir þar."

Njarðvíkingar eru eftir önnur úrslit í kvöld komnir undir rauðu línuna og því kannski hægt að fara óska eftir mönnum til að stíga upp.
„Við höfum nátturlega ekkert verið mikið þar síðan við komum upp í deildina og við ætlum okkur að vera fyrir ofan hana þegar það er flautað til leiks loka en við þurfum líka bara að fara sýna betri framistöðu í heild sinni og þannig náum við stigum og sigrum þannig nei við erum ekki sáttir við að vera þar og ætlum okkur ekki að vera þar og viljum ekki vera þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner