Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 25. júlí 2019 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara sýna betri frammistöðu
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu spræka Leiknismenn í heimsókn nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 14. umferð Inkasso deildar karla. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar haft ágætis tak á vinum sínum úr Breiðholtinu en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Einfaldega bara svekktir. Við töpuðum bara á móti sterku Leiknisliði í dag en við áttum að gera betur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum bara ekki nógu klárir í bargdaga í dag. Þeir einhvernegin tóku okkur bara og fengu svo sem ódýrt víti þarna í fyrri en í heildina voru þeir bara sterkari." 

Njarðvíkingar hafa ekki átt sterkt sumar í deild þar sem af er en eftir fína byrjun tók við 6 leikja taphrina áður en sigurinn kom loksins en frá þeim sigri hafa komið þrír tapleikir í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort það sé erfitt að mótivera menn þegar á móti blæs.
„ Við nátturlega erum búnir að vera tapa leikjum og annað en við þurfum að einfaldlega halda áfram, það er ekki flókið, það er nóg eftir af season-inu og ef við leggjumst í væl núna að þá gerist ekki neitt."

Dómari leiksins fékk svolítið að heyra það í dag en hann var með skrítna línu í leiknum í dag.
„Mér fannst hann bara fá köll út um allan völl, hvort sem það var úr stúkunni eða okkur þjálfurum hinumeginn eða hverjum sem er. Hann var bara slakur í dag og mér fannst hann bara ekki ná að halda utan um leikinn í dag, því miður fyrir bæði lið."

 Njarðvíkingar eiga Keflvíkinga í næstu umferð en þá fer fram baráttan um bæinn og því ætti að vera kannski auðveldara að gíra menn upp í þann slag.
„Það er ekki erfitt að gíra menn upp, við erum að berjast um að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Keflavík eins og á móti öllum þessum liðum og þar mætum við og ætlum okkur hluti það er ekki flókið og við þurfum að fara gera það hvort sem það er í Keflavík eða annarstaðar og við ætlum að vera öflugir þar."

Njarðvíkingar eru eftir önnur úrslit í kvöld komnir undir rauðu línuna og því kannski hægt að fara óska eftir mönnum til að stíga upp.
„Við höfum nátturlega ekkert verið mikið þar síðan við komum upp í deildina og við ætlum okkur að vera fyrir ofan hana þegar það er flautað til leiks loka en við þurfum líka bara að fara sýna betri framistöðu í heild sinni og þannig náum við stigum og sigrum þannig nei við erum ekki sáttir við að vera þar og ætlum okkur ekki að vera þar og viljum ekki vera þar."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner