Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júlí 2021 14:08
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Jón Dagur ekki í hóp - Aron Elís byrjaði í jafntefli
Aron Elís spilaði fyrir OB
Aron Elís spilaði fyrir OB
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í hópnum hjá AGF sem gerði markalaust jafntefli við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag en á meðan spilaði Aron Elís Þrándarson í 1-1 jafntefli OB gegn Randers.

Jón Dagur skoraði eina mark AGF í fyrstu umferð deildarinnar gegn Bröndby á dögunum og var það í glæsilegri kantinum.

Hann var valinn í hópinn sem ferðaðist til Farum fyrir leikinn gegn Nordsjælland í dag en þegar liðið var kynnt var hann hvergi sjáanlegur á blaði.

Talið er að hann hafi fengið hnjask í síðasta leik og að hann yrði hvíldur fyrir næstu umferð er AGF mætir toppliði Randers.

Aron Elís var á meðan í byrjunarliði OB sem gerði 1-1 jafntefli við Randers og spilaði fyrstu 77 mínútur leiksins.

OB er með 4 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar á meðan AGF er með 2 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner