Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth í viðræðum um Huijsen
Huijsen á 2 mörk í 19 leikjum fyrir unglingalandslið Hollands. Hann skipti á dögunum, verandi með tvöfaldan ríkisborgararétt, og byrjaði að leika fyrir spænska U21 landsliðið.
Huijsen á 2 mörk í 19 leikjum fyrir unglingalandslið Hollands. Hann skipti á dögunum, verandi með tvöfaldan ríkisborgararétt, og byrjaði að leika fyrir spænska U21 landsliðið.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er í viðræðum við ítalska stórveldið Juventus um kaup á varnarmanninum efnilega Dean Huijsen.

Huijsen er afar eftirsóttur en hann er 19 ára gamall og lék á láni með AS Roma í vor.

Honum tókst að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu í 14 leikjum með Roma og hefur hann verið orðaður við Liverpool og Newcastle United í sumar.

Juve er reiðubúið til að selja þennan sóknarsinnaða miðvörð, sem er hvergi smeykur við að vaða upp völlinn til að skapa færi fyrir sig eða liðsfélagana, þar sem félaginu vantar pening fyrir kaup á franska miðverðinum Jean-Clair Todibo.

Huijsen myndi hjálpa til við að leysa miðvarðavandræðin hjá Bournemouth, þar sem Ilya Zabarnyi og Marcos Senesi vantar samkeppni um byrjunarliðssæti í liðinu.

Þýska félagið Stuttgart er einnig í viðræðum við Juventus um kaup á Huijsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner