Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   sun 25. ágúst 2024 18:45
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Álfhildur Rósa: Við hættum ekki að hafa trú á verkefninu
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held ég sé í smá spennufalli, þetta var mjög mikill tilfinningarússíbani. Að fá mark þarna alveg í blálokin gerir þetta ennþá sætara einhvernveginn, bara ótrúlega sátt“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

„Auðvitað alveg stressandi þegar markið er ekki að koma en mér fannst við hafa yfirhöndina og mér fannst allar í liðinu hafa trú og við vorum ekki að gefast upp þannig já, ég hafði alveg trú á því að markið kæmi“ segir hún svo aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið inná vellinum. 

Sumarið byrjaði erfiðlega í Laugardalnum en liðið sat lengi í fallsæti og stigasöfnun dræm en hafði liðið alltaf trú á verkefninu?

„Já að sjálfsögðu, Þetta var strembið í byrjun en það sem að hjálpaði okkur að komast hingað var að við hættum ekki að hafa trú á verkefninu og það var auðvitað alltaf að vera í efri hlutanum og það var það ennþá fyrir þennan leik og við ætluðum bara að gera það.“

Viðtalið við Álfhildi Rósu má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner