„Ég held ég sé í smá spennufalli, þetta var mjög mikill tilfinningarússíbani. Að fá mark þarna alveg í blálokin gerir þetta ennþá sætara einhvernveginn, bara ótrúlega sátt“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Þróttur R.
„Auðvitað alveg stressandi þegar markið er ekki að koma en mér fannst við hafa yfirhöndina og mér fannst allar í liðinu hafa trú og við vorum ekki að gefast upp þannig já, ég hafði alveg trú á því að markið kæmi“ segir hún svo aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið inná vellinum.
Sumarið byrjaði erfiðlega í Laugardalnum en liðið sat lengi í fallsæti og stigasöfnun dræm en hafði liðið alltaf trú á verkefninu?
„Já að sjálfsögðu, Þetta var strembið í byrjun en það sem að hjálpaði okkur að komast hingað var að við hættum ekki að hafa trú á verkefninu og það var auðvitað alltaf að vera í efri hlutanum og það var það ennþá fyrir þennan leik og við ætluðum bara að gera það.“
Viðtalið við Álfhildi Rósu má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.