Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu Kjartan Kára halda FH taplausu í Kaplakrika og skemmtilegt slútt Jóans
Mark í blálokin.
Mark í blálokin.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birgir Baldvinsson kom KA yfir.
Birgir Baldvinsson kom KA yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir fóru fram í Bestu deildinni í gær. FH og ÍBV mættust annars vegar og KA og Fram hinsvegar.

Leikurinn í Kaplakrika var mjög bragðdaufur lengi framan af en á lokakaflanum voru skoruð tvö mörk og rautt spjald fór á loft.

Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV yfir og Kjartan Kári Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið fyrir FH í blálokin. Tómas Orri Róbertsson fékk að líta rauða spjaldið í millitíðinni.

Á Greifavellinum kláraði KA dæmið í fyrri hálfleik. Birgir Baldvinsson kom KA yfir eftir hörkusókn og Jóan Símun Edmundsson innsiglaði sigurinn með skemmtilegri afgreiðslu.

Það helsta úr leikjunum má sjá í spilaranum hér að neðan.

FH 1 - 1 ÍBV
0-1 Hermann Þór Ragnarsson ('88 )
1-1 Kjartan Kári Halldórsson ('91 )
Rautt spjald: Tómas Orri Róbertsson , FH ('90)


KA 2 - 0 Fram
1-0 Birgir Baldvinsson ('33 )
2-0 Jóan Símun Edmundsson ('35 )

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 19 11 4 4 47 - 28 +19 37
2.    Víkingur R. 19 10 5 4 34 - 24 +10 35
3.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
4.    Stjarnan 19 9 4 6 36 - 31 +5 31
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 19 8 2 9 20 - 19 +1 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 19 6 5 8 40 - 41 -1 23
11.    Afturelding 19 5 6 8 24 - 30 -6 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner