Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
   lau 25. september 2021 17:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Þór: Hefði viljað eyðileggja partýið almennilega
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Er súr að hafa ekki klárað leikinn, við spiluðum mjög vel í dag og áttum að mínu mati sigurinn skilið," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 2-2 jafntefli gegn KA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

Úrslitin þýða að KA á enga möguleika á evrópusæti. FH vann Breiðablik í síðustu umferð sem svo gott sem gerðu út um titilvonir þeirra.

„Ég hefði viljað eyðileggja partýið almennilega með því að vinna," sagði Davíð og hló.

„Við erum ekkert að spá í því, við vorum komnir í þá stöðu að við vorum ekki að berjast um neitt en við vorum ákveðnir í því að enda þetta tímabil á jákvæðum nótum og reyna taka það með okkur inn í veturinn og mér finnst við að mörgu leiti náð að gera það, flottur taktur í okkur síðustu vikurnar,"

Davíð segir að FH stefni á toppbaráttu sem fyrst.

„Að enda með 33 stig er ekki ásættanlegt og við erum mjög óánægðir með að enda í sjötta sæti með svona fá stig. Það þarf að kryfja aðeins hvað fór úrskeiðis og reyna bæta úr því og sjá til þess að koma okkur á þann stað sem við viljum vera á, það er á toppnum eða við toppinn."
Athugasemdir
banner