Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 25. september 2021 17:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Þór: Hefði viljað eyðileggja partýið almennilega
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Er súr að hafa ekki klárað leikinn, við spiluðum mjög vel í dag og áttum að mínu mati sigurinn skilið," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir 2-2 jafntefli gegn KA í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

Úrslitin þýða að KA á enga möguleika á evrópusæti. FH vann Breiðablik í síðustu umferð sem svo gott sem gerðu út um titilvonir þeirra.

„Ég hefði viljað eyðileggja partýið almennilega með því að vinna," sagði Davíð og hló.

„Við erum ekkert að spá í því, við vorum komnir í þá stöðu að við vorum ekki að berjast um neitt en við vorum ákveðnir í því að enda þetta tímabil á jákvæðum nótum og reyna taka það með okkur inn í veturinn og mér finnst við að mörgu leiti náð að gera það, flottur taktur í okkur síðustu vikurnar,"

Davíð segir að FH stefni á toppbaráttu sem fyrst.

„Að enda með 33 stig er ekki ásættanlegt og við erum mjög óánægðir með að enda í sjötta sæti með svona fá stig. Það þarf að kryfja aðeins hvað fór úrskeiðis og reyna bæta úr því og sjá til þess að koma okkur á þann stað sem við viljum vera á, það er á toppnum eða við toppinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner