Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 25. september 2021 16:31
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Langt síðan við höfum komið hingað og unnið svona sannfærandi sigur, við vorum að mínu mati betra liðið heilt yfir þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög dapur af beggja liða hálfu að þá vorum við mun öflugri og skorum tvö góð mörk, höldum hreinu og náðum þriðja sætinu sem við vorum að stefna að fyrir þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigurinn á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KR

Staðan var markalaus í hálfleik og FH var 0-1 yfir fyrir norðan og segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR að hann hafi látið strákana sína vita af stöðunni fyrir norðan.

„Við vissum hvernig staðan var fyrir norðan og ég lét strákana vita af því og gerði þeim ljóst fyrir tækifærinu sem biðu okkar ef sú staða myndi haldast og við myndum gera okkar."

Núna er Pepsí Max-deildinni lokið og var Rúnar spurður hvernig hann horfi á tímabilið í heild sinni.

„Við enduðum í þriðja sæti sem við getum sætt okkur við þó svo að KR vilji alltaf vera vera að berjast um titil og vinna titla, við duttum snemma út úr bikarnum á móti Víkingum sem eru núna Íslandsmeistarar og ég vill óska þeim til hamingju með titilinn um leið."

Evrópudraumur KR lifir en núna þarf liðið að treysta á að Víkingar vinni bikarinn.

„Þetta verður löng bið, við getum ekki stjórnað einu né neinu í þeim efnum og við verðum bara bíða þangað til að bikarúrslitaleikurinn er búin eða kannski vitum við það 4.Október þegar undanúrslitin eru búin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner