PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   lau 25. september 2021 16:31
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Langt síðan við höfum komið hingað og unnið svona sannfærandi sigur, við vorum að mínu mati betra liðið heilt yfir þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög dapur af beggja liða hálfu að þá vorum við mun öflugri og skorum tvö góð mörk, höldum hreinu og náðum þriðja sætinu sem við vorum að stefna að fyrir þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigurinn á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KR

Staðan var markalaus í hálfleik og FH var 0-1 yfir fyrir norðan og segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR að hann hafi látið strákana sína vita af stöðunni fyrir norðan.

„Við vissum hvernig staðan var fyrir norðan og ég lét strákana vita af því og gerði þeim ljóst fyrir tækifærinu sem biðu okkar ef sú staða myndi haldast og við myndum gera okkar."

Núna er Pepsí Max-deildinni lokið og var Rúnar spurður hvernig hann horfi á tímabilið í heild sinni.

„Við enduðum í þriðja sæti sem við getum sætt okkur við þó svo að KR vilji alltaf vera vera að berjast um titil og vinna titla, við duttum snemma út úr bikarnum á móti Víkingum sem eru núna Íslandsmeistarar og ég vill óska þeim til hamingju með titilinn um leið."

Evrópudraumur KR lifir en núna þarf liðið að treysta á að Víkingar vinni bikarinn.

„Þetta verður löng bið, við getum ekki stjórnað einu né neinu í þeim efnum og við verðum bara bíða þangað til að bikarúrslitaleikurinn er búin eða kannski vitum við það 4.Október þegar undanúrslitin eru búin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner