Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 25. september 2021 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill fá legghlífarnar sínar til baka
Sergi Canos, leikmaður Brentford, hefur biðlað til almennings eftir jafnteflisleik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld; hann vill fá legghlífarnar sínar til baka.

Canos segist hafa skilið legghlífarnar eftir á vellinum og að einhver öryggisvörður hafi gefið áhorfenda á vellinum þær.

Hann vill fá legghlífarnar til baka. „Þetta eru legghlífar sem skipta mig miklu máli þar sem það eru fjölskyldumyndir á þeim," skrifaði Canos á Twitter.

„Getur einhver hjálpað mér að finna þær? Ég skal gefa skó eða treyju í staðinn."

Canos hefur spilað vel með Brentford í upphafi tímabilsins. Vonandi finnur hann legghlífarnar sínar aftur.


Athugasemdir
banner