Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 25. september 2023 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkrýndir Íslands-og Bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvöll þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar lauk. 

Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa verið mikil skemmtun og Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Mjög svekkjandi. Alltaf leiðinlegt að tapa leikjum og mjög leiðinlegt að tapa þeim hérna á Kópavogsvelli en svona blendnar tilfiningar svolítið, frammistaðan var góð sérstaklega í fyrri hálfleik og þó að við værum 2-0 undir að þá voru þetta svona skrípamörk sem að við fáum á okkur þannig að 2-0 gaf klárlega ranga mynd hvernig staðan var í hálfleik." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik. 

„Reynum að koma tilbaka í seinni hálfleik sem að gengur bara ekki nógu vel. Reynum að breyta svolítið til og taka Niko útaf og setja Helga inná með meiri hraða og reynum að ógna meira á bakvið sem að gekk ekki nógu vel en síðan þegar við skorum 2-1 markið þá fannst mér það vera svona mómentið sem við erum að koma tilbaka og svekkjandi að fá þriðja markið þá í andlitið á okkur." 

Þetta var annar leikurinn sem Víkingar tapa í sumar en Víkingar höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því þeir töpuðu fyrir Val í fyrri umferð Bestu deildarinnar en Sölvi vildi þó ekki meina að Víkingar væru búnir að gleyma tilfiningunni á því hvernig það er að tapa. 

„Kannski ekki gleyma henni, við gleymdum henni ekki en vissulega búið að ganga mjög vel í sumar hjá okkur  og búnir að vinna marga leiki og við viljum allavega ekki venjast því að tapa leikjum." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner