Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 25. september 2023 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkrýndir Íslands-og Bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvöll þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar lauk. 

Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa verið mikil skemmtun og Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Mjög svekkjandi. Alltaf leiðinlegt að tapa leikjum og mjög leiðinlegt að tapa þeim hérna á Kópavogsvelli en svona blendnar tilfiningar svolítið, frammistaðan var góð sérstaklega í fyrri hálfleik og þó að við værum 2-0 undir að þá voru þetta svona skrípamörk sem að við fáum á okkur þannig að 2-0 gaf klárlega ranga mynd hvernig staðan var í hálfleik." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik. 

„Reynum að koma tilbaka í seinni hálfleik sem að gengur bara ekki nógu vel. Reynum að breyta svolítið til og taka Niko útaf og setja Helga inná með meiri hraða og reynum að ógna meira á bakvið sem að gekk ekki nógu vel en síðan þegar við skorum 2-1 markið þá fannst mér það vera svona mómentið sem við erum að koma tilbaka og svekkjandi að fá þriðja markið þá í andlitið á okkur." 

Þetta var annar leikurinn sem Víkingar tapa í sumar en Víkingar höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því þeir töpuðu fyrir Val í fyrri umferð Bestu deildarinnar en Sölvi vildi þó ekki meina að Víkingar væru búnir að gleyma tilfiningunni á því hvernig það er að tapa. 

„Kannski ekki gleyma henni, við gleymdum henni ekki en vissulega búið að ganga mjög vel í sumar hjá okkur  og búnir að vinna marga leiki og við viljum allavega ekki venjast því að tapa leikjum." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir