Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 25. september 2023 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkrýndir Íslands-og Bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvöll þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar lauk. 

Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa verið mikil skemmtun og Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Mjög svekkjandi. Alltaf leiðinlegt að tapa leikjum og mjög leiðinlegt að tapa þeim hérna á Kópavogsvelli en svona blendnar tilfiningar svolítið, frammistaðan var góð sérstaklega í fyrri hálfleik og þó að við værum 2-0 undir að þá voru þetta svona skrípamörk sem að við fáum á okkur þannig að 2-0 gaf klárlega ranga mynd hvernig staðan var í hálfleik." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik. 

„Reynum að koma tilbaka í seinni hálfleik sem að gengur bara ekki nógu vel. Reynum að breyta svolítið til og taka Niko útaf og setja Helga inná með meiri hraða og reynum að ógna meira á bakvið sem að gekk ekki nógu vel en síðan þegar við skorum 2-1 markið þá fannst mér það vera svona mómentið sem við erum að koma tilbaka og svekkjandi að fá þriðja markið þá í andlitið á okkur." 

Þetta var annar leikurinn sem Víkingar tapa í sumar en Víkingar höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því þeir töpuðu fyrir Val í fyrri umferð Bestu deildarinnar en Sölvi vildi þó ekki meina að Víkingar væru búnir að gleyma tilfiningunni á því hvernig það er að tapa. 

„Kannski ekki gleyma henni, við gleymdum henni ekki en vissulega búið að ganga mjög vel í sumar hjá okkur  og búnir að vinna marga leiki og við viljum allavega ekki venjast því að tapa leikjum." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner