Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   mán 25. september 2023 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkrýndir Íslands-og Bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvöll þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar lauk. 

Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa verið mikil skemmtun og Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Mjög svekkjandi. Alltaf leiðinlegt að tapa leikjum og mjög leiðinlegt að tapa þeim hérna á Kópavogsvelli en svona blendnar tilfiningar svolítið, frammistaðan var góð sérstaklega í fyrri hálfleik og þó að við værum 2-0 undir að þá voru þetta svona skrípamörk sem að við fáum á okkur þannig að 2-0 gaf klárlega ranga mynd hvernig staðan var í hálfleik." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik. 

„Reynum að koma tilbaka í seinni hálfleik sem að gengur bara ekki nógu vel. Reynum að breyta svolítið til og taka Niko útaf og setja Helga inná með meiri hraða og reynum að ógna meira á bakvið sem að gekk ekki nógu vel en síðan þegar við skorum 2-1 markið þá fannst mér það vera svona mómentið sem við erum að koma tilbaka og svekkjandi að fá þriðja markið þá í andlitið á okkur." 

Þetta var annar leikurinn sem Víkingar tapa í sumar en Víkingar höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því þeir töpuðu fyrir Val í fyrri umferð Bestu deildarinnar en Sölvi vildi þó ekki meina að Víkingar væru búnir að gleyma tilfiningunni á því hvernig það er að tapa. 

„Kannski ekki gleyma henni, við gleymdum henni ekki en vissulega búið að ganga mjög vel í sumar hjá okkur  og búnir að vinna marga leiki og við viljum allavega ekki venjast því að tapa leikjum." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner