Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 25. september 2025 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Valur skildu jöfn í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna er liðin mættust í Kaplakrika fyrr í dag. Fyrri hálfleikur leiksins var afar lítið fyrir augað en það voru þó gestirnir að Hlíðarenda sem gengu til búningsherbergja með 1-0 forystu. FH liðið var mun ákveðnara í síðari hálfleik og jafnaði sanngjarnt en tókst ekki að tryggja sér sigur þótt tækifærin hafi vissulega verið til staðar. Guðni Eiríksson annar af þjálfurum FH var til viðtals að leik loknum og var spurður. Var það slakur fyrri hálfleikur sem varð ykkur að falli í dag?

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

„Já ætli það ekki bara, stór hluti af þessu. Leikur tveggja hálfleikja hjá okkur svo sannarlega.Virkilega dapur fyrri hálfleikur og ýmsar ástæður fyrir því sem við náum svo að laga. FH liðið mætti til leiks í seinni hálfleik og það vantaði ekki færin sem við fengum en ef við nýtum þau ekki þá vinnum við ekki leik.“

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Vals reyndist framherjum FH erfiður ljár í þúfu en Guðni vildi þó meina að sínir leikmenn ættu einfaldlega að gera betur.

„Já hún gerði vel í markinu en í stöðunni ein gegn einni þá vill maður helst að leikmaðurinn með boltann skori. “

Athygli vakti að FH var aðeins með fimm varamenn á bekknum í kvöld. Hópurinn hjá liðinu hefur verið að þynnast að undanförnu líkt og lesa má úr fjölda varamanna.

„Þetta er bara það sem við höfum í dag og það er bara þannig. Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því. “

Sagði Guðni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner