Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
   fim 25. september 2025 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Ég hef oft átt erfiða daga hér á Kópavogsvelli og erfitt lið að spila við. Frammistaðan virkilega góð og ég er ótrúlega stoltur af spilamennskunni og hvernig við nálguðumst þennan leik.“ Sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar eftir nokkuð óvæntan 2-1 sigur þeirra á liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld sem frestaði titilfögnuði Breiðabliks um sinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Stjarnan

Stjarnan var 1-0 undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik en stóð uppi sem 2-1 sem fyrr segir. Hvað var farið yfir í hálfleik?

„Bara að fínpússa hlutina. Við vorum ekkert ósátt við fyrri hálfleikin þó við værum 1-0 undir. Við gerum mistök þegar við erum að reyna að spila sem við vissum að við yrðum að gera því þú þarft að þora að halda í boltann gegn Blikum ef þú ætlar að fá eitthvað út úr þessu. Við sögðum samt ekkert stórkostlegt í hálfleik, við vildum stíga hærra á þær og vera sneggri út og bara halda áfram að spila fótbolta.“

Lið Stjörnunar hefur að litlu að keppa öðru en stolti nú eftir að deildinni hefur verið skipt. Finnst Jóhannesi þó liðið hafa eitthvað að berjast fyrir.

„Við sáum það bara í dag. Við mætum ekki á Kópavogsvöll og ætlum að horfa á Breiðablik taka við Íslandsmeistaratitli. Það er ekki boði og við mætum með karakter og vinnusemi og ég held að við höfum séð tvö fín fótboltalið berjast upp á lif og dauða í dag sem er nákvæmlega það sem þetta á að vera.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner