
„Tilfinningin er frábær. Ég hef oft átt erfiða daga hér á Kópavogsvelli og erfitt lið að spila við. Frammistaðan virkilega góð og ég er ótrúlega stoltur af spilamennskunni og hvernig við nálguðumst þennan leik.“ Sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunar eftir nokkuð óvæntan 2-1 sigur þeirra á liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld sem frestaði titilfögnuði Breiðabliks um sinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Stjarnan
Stjarnan var 1-0 undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik en stóð uppi sem 2-1 sem fyrr segir. Hvað var farið yfir í hálfleik?
„Bara að fínpússa hlutina. Við vorum ekkert ósátt við fyrri hálfleikin þó við værum 1-0 undir. Við gerum mistök þegar við erum að reyna að spila sem við vissum að við yrðum að gera því þú þarft að þora að halda í boltann gegn Blikum ef þú ætlar að fá eitthvað út úr þessu. Við sögðum samt ekkert stórkostlegt í hálfleik, við vildum stíga hærra á þær og vera sneggri út og bara halda áfram að spila fótbolta.“
Lið Stjörnunar hefur að litlu að keppa öðru en stolti nú eftir að deildinni hefur verið skipt. Finnst Jóhannesi þó liðið hafa eitthvað að berjast fyrir.
„Við sáum það bara í dag. Við mætum ekki á Kópavogsvöll og ætlum að horfa á Breiðablik taka við Íslandsmeistaratitli. Það er ekki boði og við mætum með karakter og vinnusemi og ég held að við höfum séð tvö fín fótboltalið berjast upp á lif og dauða í dag sem er nákvæmlega það sem þetta á að vera.“
Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir