Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. október 2020 14:54
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Stefán Teitur og Patrik í sigurliðum
Mynd: Getty Images
Mynd: Silkeborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er kominn aftur inn í byrjunarliðið hjá Horsens og spilaði hann allan leikinn í jafntefli gegn Nordsjælland í dag.

Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir Horsens á dögunum en hann var geymdur á bekknum.

Færeyski miðjumaðurinn Hallur Hansson kom Horsens yfir snemma leiks og fóru heimamenn inn í leikhlé með verðskuldaða forystu.

Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum þar sem gestirnir frá Norður-Sjálandi tóku öll völd á vellinum en áttu í miklu basli með að koma knettinum í netið.

Það hafðist þó að lokum og náði Nordsjælland að gera verðskuldað jöfnunarmark á 88. mínútu.

Íslendingalið Horsens er aðeins með tvö stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins. Nordsjælland er með átta stig.

Horsens 1 - 1 Nordsjælland
1-0 Hallur Hansson ('16)
1-1 A. Francis ('88)

Stefán Teitur Þórðarson kom þá við sögu í öðrum leiknum í röð er Silkeborg lagði Fremad Amager að velli í B-deildinni.

Stefán Teitur fékk að spila síðustu tíu mínúturnar í 0-3 sigri þar sem Magnus Mattsson skoraði öll mörk leiksins. Silkeborg er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 18 stig eftir 9 umferðir.

Viborg er á toppi deildarinnar eftir endurkomusigur á útivelli gegn Hvidovre.

Patrik Sigurður Gunnarsson er hjá félaginu að láni frá Brentford og er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti á milli stanganna.

Viborg er með 23 stig eftir 9 umferðir.

Fremad Amager 0 - 3 Silkeborg
0-1 Magnus Mattsson ('60, víti)
0-2 Magnus Mattsson ('75)
0-3 Magnus Mattsson ('83)

Hvidovre 1 - 2 Viborg
1-0 O. Buch ('21)
1-1 F. Putros ('62)
1-2 J. Bonde ('80)
Athugasemdir
banner
banner