Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. nóvember 2019 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Bruce: Þurfum að bretta upp ermar
Steve Bruce
Steve Bruce
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle United, var ósáttur við leik sinna manna í 2-0 tapinu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Conor Hourihane skoraði úr aukaspyrnu á 32. mínútu áður en hann lagði upp síðara markið fyrir Anwar El Ghazi.

Newcastle mætir Manchester City í næstu umferð en Bruce segir að liðið hans verði að bretta upp ermar ef það á að fá eitthvað út úr þeim leik.

„Við vorum of passífir í fyrri hálfleik, fengum tækifærin í skyndisóknum en við hefðum bara átt að halda boltanum og skapa aðeins meira," sagði Bruce.

„Við gáfum allt of mikið í fyrri hálfleiknum. Við fengum 1-2 tækifæri en þetta var ekki alveg nóg."

„Það var ekkert að gerast hjá okkur fyrr en eftir hálftíma og miðað við þann standard sem við höfum sett síðustu vikur þá var þetta ekki gott. Svo töpum við leiknum á tveimur föstum leikatriðum."

„Við erum að spila við eitt besta lið heims í næstu umferð og verðum að gera betur en við gerðum í kvöld ef við ætlum að fá eitthvað út úr leiknum. Núna er bara að bretta upp ermar og undirbúa okkur fyrir þann leik,"
sagði Bruce í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner