Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona í viðræðum við framherja Basel
Arthur Cabral gæti verið á leið til Barcelona
Arthur Cabral gæti verið á leið til Barcelona
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona ætlar að fá brasilíska framherjann Arthur Cabral frá svissneska félaginu Basel í janúar. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport.

Cabral, sem er 23 ára gamall, leikur sér að því að skora í Sviss en hann er með 23 mörk í 24 leikjum á þessu tímabili.

Hann kom til Basel frá Palmeiras í ágúst fyrir tveimur árum og hefur síðan þá skorað 61 mark og lagt upp 17 í 99 leikjum.

Frammistaða hans með Basel skilaði honum sæti í brasilíska landsliðið í október en mörg félög hafa horft til hans síðustu mánuði.

Samkvæmt Sport þá er Barcelona í viðræðum við Basel um kaup á Cabral. Samningur hans við Basel gildir út næsta tímabil og er félagið reiðubúið að selja hann fyrir 20 milljónir evra.

Xavi hefur mikinn áhuga á að fá hann inn í janúar í stað Luuk de Jong sem verður sendur aftur til Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner