Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Bodö/Glimt komið áfram - Abraham með tvö
Mynd: Getty Images
Íslendingar voru í eldlínunni í Sambandsdeildinni í kvöld.

Bodö/Glimt hefur komið skemmtilega á óvart en liðið var á toppi C-riðilsins fyrir leiki kvöldsins og hefur náð í fjögur stig gegn Roma.

Liðið mætti CSKA Sofia í kvöld og sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Liðið heldur því toppsætinu fyrir lokaumferðina. Alfons Sampsted lék allan leikinn. Roma vann Zorya örugglega 4-0 á sama tíma.

Bodö heimsækir Zorya í lokaumferðinni.

AZ Alkmaar tryggði sér toppsætið í D-riðli en liðið gerði jafntefli 1-1 gegn Jablonec. Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður á 78. mínútu. Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan síðari hálfleikinn fyrir Cluj í 2-1 tapi gegn Randers í sama riðli.

Cluj er á botni riðilsins með aðeins eitt stig en Randers fór uppfyrir Jablonec í 2. sæti með sigrinum í kvöld.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Maccabi Tel Aviv 0 - 0 LASK Linz

Anorthosis 1 - 0 Gent
1-0 Lazaros Christodoulopoulos ('27 )

Roma 4 - 0 Zorya
1-0 Carles Perez ('15 )
2-0 Nicolo Zaniolo ('33 )
3-0 Tammy Abraham ('46 )
4-0 Tammy Abraham ('75 )

Bodo-Glimt 2 - 0 CSKA Sofia
1-0 Sondre Fet ('25 )
2-0 Erik Botheim ('85 )

Jablonec 1 - 1 AZ
1-0 Milos Kratochvil ('7 )
1-1 Hakon Evjen ('44 )

Randers FC 2 - 1 Cluj
1-0 Alhaji Kamara ('68 )
1-1 Ciprian Deac ('72 )
2-1 Simon Piesinger ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner