Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már spáir í Katar - Senegal
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimamenn í Katar litu skelfilega út í frumraun sínu á heimsmeistaramótinu.

Í dag leika þeir sinn annan leik er þeir mæta Senegal. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferðinni og þurfa á þremur stigum að halda þennan föstudaginn.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar og fyrrum ritstjóri Fótbolta.net, spáir í leikinn.

Katar 0 - 2 Senegal
Heimamenn fengu góðan tíma til undirbúnings fyrir mótið en það var ekki að sjá í fyrsta leik að sá tími hafi verið vel nýttur.

Senegalar spiluðu nokkuð vel gegn Hollendingum í frumraun sinni og þeir klára þennan leik. Edouard Mendy sleppir því að vera í gjafastuði í þetta skipti. Hann heldur hreinu og Senegalar vinna 2-0 þar sem Ismaila Sarr skorar eitt mark og leggur upp annað.

Sjá einnig:
HM í dag - England gegn Bandaríkjunum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner