Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 26. janúar 2020 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Öflugur sigur Napoli á meisturunum
Napoli vann Juventus
Napoli vann Juventus
Mynd: Getty Images
Napoli 2 - 1 Juventus
1-0 Piotr Zielinski ('63 )
2-0 Lorenzo Insigne ('86 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('90 )

Gennaro Ivan Gattuso og lærisveinar hans í Napoli unnu Juventus 2-1 í Seríu A í kvöld.

Napoli var án margra lykilmanna í kvöld en það vantaði Kalidou Koulibaly, Dries Mertens og Allan á meðan Juventus var með afar sterkt lið.

Þrátt fyrir það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik áður en Napoli tók yfir í þeim síðari.

Pólski miðjumaðurinn Piotr Zielinski kom Napoli á bragðið á 63. mínútu. Lorenzo Insigne átti þá skot sem Wojciech Szczesny varði út á Zielinski sem skoraði. Insigne var svo sjálfur á ferðinni á 86. mínútu áður en Cristiano Ronaldo minnkaði muninn undir lokin.

Ronaldo var að skora áttunda deildarleikinn í röð en lengra komst Juventus þó ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Napoli sem situr í 12. sætinu með 27 stig. Juventus er enn á toppnum með 51 stig.
Athugasemdir
banner
banner