þri 26. janúar 2021 06:00
Magnús Már Einarsson
Snorri þjálfar Álafoss - Milos Jugovic kemur frá GG
Snorri Heiðar Andrésson
Snorri Heiðar Andrésson
Mynd: Álafoss
Snorri Heiðar Andrésson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Álafoss sem spilar í 4. deildinni.

Snorri, sem er fæddur árið 1997, er með UEFA B þjálfaragráðu en hann hefur áður þjálfað yngri flokka Stjörnunnar.

„Okkur í stjórninni hlakkar mikið til að vinna með Snorra sem er metnaðarfullur og "up and coming" þjálfari," segir í yfirlýsingu frá Álafoss.

Álafoss hefur einnig fengið Milos Jugovic í sínar raðir frá GG.

„Einnig erum við mjög ánægðir með að fá Milos til okkar, Reynslan hans mun nýtast okkur mjög vel í ár innan sem utan vallar," segir í yfirlýsingunni.

Fyrsti leikur Álafoss í Lengjubikar er gegn GG þann 28. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner