Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. janúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari: Erfitt að fylla skarðið sem hann skilur eftir
Viðar og Emil léku saman í tvö tímabil hjá Sandefjord
Viðar og Emil léku saman í tvö tímabil hjá Sandefjord
Mynd: Sandefjord
Í treyju Sarpsborg.
Í treyju Sarpsborg.
Mynd: Sarpsborg
Þeir Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson hafa verið liðsfélagar hjá Sandefjord undanfarin tvö tímabil. Emil söðlaði um eftir liðið tímabilið og skipti yfir til Sarpsborg sem er í um 90km fjarlægð frá Sandefjord.

Viðar var í viðtali fyrr í vikunni spurður út í nýliðið tímabil og greip fréttaritari tækifærið og spurði út í Emil sem var í hlutverki varafyrirliða á leiktíðinni.

Gleymir því aldrei þegar Emil stjórnaði víkingaklappinu
Emil var mikið frá vegna meiðsla 2019. Hvernig var fyrir liðið að hafa hann heilan á þessari leiktíð?

„Það var mjög gott að hafa Emma fit á þessu ári, hann kemur inn með sín gæði og drífanda. Það var alltaf virkilega gott að vita af honum á miðjunni til að halda öllu gangandi."

Hvernig voru fyrirliða ræðurnar?

„Ræðurnar voru svakalegar hjá gæjanum og ég mun aldrei gleyma því þegar að hann stjórnaði víkingaklappinu eftir sigurleik hjá okkur. Það var 'legendary moment'."

Verður erfitt að fylla hans skarð í liðinu og missir fyrir þig að hafa hann ekki áfram í nánasta nágreni?

„Það verður erfitt að fylla skarðið sem hann skilur eftir, jafnt innan sem og utan vallar. En hann er nú ekki farinn langt, verður bara aðeins lengra fyrir hann að koma í sunnudagskaffið," sagði Viðar.

Viðar var spurður hvort hann ætti víkingaklappið á upptöku en Viðar kvaðst því miður ekki eiga upptöku af atvikinu.

Sjá einnig:
Viðtalið við Viðar sem birt var á mánudag

Úr viðtali .net við Viðar Ara frá árinu 2019:
Emil Pálsson gekk í raðir Sandefjord fyrir tímabilið 2018 og Viðar var spurður út í hvort hann hefði heyrt í Emil áður en hann ákvað að velja Sandefjord. Hvernig er svo að vera með Emil í liði?

„Já ég heyrði stax í Emil þegar Sandefjord kom upp á borðið. Hann talaði mjög vel um allt hjá félaginu og sérstaklega hve góðir þjálfararnir væru, sem var 100% rétt hjá honum."

„Það hefur verið algjör draumur að hafa hann hér úti, virkilega þægilegt að komast inn í hlutina og síðan er gæinn bara algjör meistari, sem skemmir ekki fyrir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner