fös 26. febrúar 2021 16:49
Elvar Geir Magnússon
Almarr Ormarsson í Val (Staðfest)
Almarr Ormarsson.
Almarr Ormarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson hefur gengið í raðir Íslandsmeistara Vals.

„Knattspyrnudeild Vals og Almarr Ormarsson hafa komist að samkomulagi um að Almarr leiki með félaginu næstu tvö árin."

„Þessi öflugi og reynslumikli leikmaður hefur leikið yfir 300 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim yfir 60 mörk. Hann á einnig að baki fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands,"
segir í tilkynningu Valsmanna.

„Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, við bjóðum Almarr velkominn á Hlíðarenda."

Hinn 32 ára gamli Almarr var samningslaus en samningur hans við KA rann út eftir síðasta tímabil. Hann hafði í vetur æft með KR.

Á ferli sínum hefur Almarr skorað 39 mörk í 231 leik í efstu deild en auk þess að spila með KA hefur hann spilað fyrir KR. Fjölni og Fram.

Almarr Ormarsson gengur til liðs við Val.

Knattspyrnudeild Vals og Almarr Ormarsson hafa komist að samkomulagi um að...

Posted by Valur Fótbolti on Föstudagur, 26. febrúar 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner