Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 14:58
Elvar Geir Magnússon
Hans Viktor meiddist illa á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, mun missa af byrjun tímabilsins en hann meiddist illa á æfingu.

Þessi 24 ára varnar- og miðjumaður fór strax í aðgerð. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest en fyrst var greint frá meiðslum hans í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Hans er í gipsi á fæti núna og má líklega búast við því að hann verði frá í 3-4 mánuði og missi af upphafi tímabilsins.

Hans Viktor hefur leikið fyrir meistaraflokk Fjölnis síðan 2015.

Fjölnir féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og á útileik gegn Þrótti í 1. umferð Lengjudeildarinnar þann 6. maí.

Þess má geta að í útvarpsþættinum Fótbolti.net á morgun verður ótímabær spá fyrir Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner