Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 26. febrúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hvernig urðu Bieber og Karius svona góðir félagar?
Loris Karius og Justin Bieber í Miami
Loris Karius og Justin Bieber í Miami
Mynd: Instagram
Þýski markvörðurinn Loris Karius mun væntanlega standa á milli stanganna hjá Newcastle United í dag er liðið spilar við Manchester United í úrslitaleik enska deildabikarsins en enskir miðlar skrifa nú um vináttu hans og kanadíska söngvarans Justin Bieber.

Karius hefur gengið í gegnum dimma dali síðustu ár eða síðan hann gerði tvö slæm mistök í 3-1 tapi Liverpool gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir fimm árum.

Ferill hans fór hratt niður á við eftir það og gerði hann hver mistökin á fætur öðrum. Samningur hans við Liverpool rann út síðasta sumar og var það Newcastle sem tók sénsinn og fékk hann á frjálsri sölu.

Hann hefur verið þriðji markvörður liðsins en fær nú tækifærið til rísa upp og skrifa söguna. Nick Pope er í banni og þá má Martin Dubravka ekki spila þar sem hann lék með Manchester United í keppninni fyrir áramót.

Öll augu eru á Karius en enskir miðlar hafa aðeins verið að fletta upp sögu markvarðarins og minnast þess þá að Karius og Bieber eru góðir félagar.

Bieber er einn allra vinsælasti söngvari heims og hefur verið síðasta áratuginn. Karius var í fríi eitt sumarið og rakst þar á Bieber sem hreifst af húðflúrum hans og skiptust þeir á símanúmerum í kjölfarið.

„Við hittumst bara fyrir tilviljun í fríi á síðasta ári. Við vorum á sama staðnum í Miami og hann var hrifinn af húðflúrunum og spurði mig út í þau og eftir það byrjuðum við að spjalla. Þannig byrjaði þetta allt saman,“ sagði Karius árið 2016.

Félagarnir fóru saman á tónleika og hafa haldið sambandi síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner