Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 26. febrúar 2023 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Segir Ten Hag þann besta í heimi
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er á góðri leið með að finna fyrsta bikarinn frá því hann tók við liðinu síðasta sumar en hann fær mikið hrós fyrir vinnu sína frá Robbie Savage.

Ten Hag tók við United þegar allt var í molum. Ralf Rangnick lét af störfum eftir að hafa tekið við til bráðabirgða og bjuggust flestir við að það tæki Ten Hag nokkur ár að koma liðinu á betra ról.

Það hefur tekið mun minni tíma. Liðið virkar óstöðvandi og er í baráttu um fjóra titla.

Hann hefur komið með sína hugmyndafræði inn í félagið og nær því besta úr leikmönnunum en fyrrum fótboltamaðurinn Robbie Savage er á því að Ten Hag sé besti þjálfari heims í dag.

„Erik ten Hag er besti stjórinn í heimsfótboltanum. Hann er gjörsamlega búinn rífa þá í gang bæði innan sem utan vallar og nú gæti liðið unnið fjóra bikara á þessu tímabili,“ sagði Savage í lýsingu BBC.
Athugasemdir
banner