Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 26. febrúar 2023 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Ummæli Rooney vekja reiði - „Þetta er svo skrítið viðtal"
Ummæli Wayne Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United, um eigendur félagsins hafa ekki fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum félagsins en hann hrósar Glazer-fjölskyldunni fyrir vel unnin störf.

Stuðningsmenn United hafa mótmælt kaupum Glazer-fjölskyldunnar á félaginu frá 2005 eða þegar fjölskyldan var að undirbúa að kaupa meirihluta í félaginu.

Fjölskyldan hefur síðan þá tekið meira en einn mlljarð punda út úr félaginu og ekki gert mikið til að bæta leikvanginn, aðstöðuna eða umgjörðinni yfir höfuð.

Árangurinn á vellinum undanfarin ár hefur þá ekki verið í takt við það sem var áður og stuðningsmennirnir fyrir löngu fengið sig fullsadda af þeim.

Rooney er ekki alveg á sama máli og segir að þeir hafi fengið hann til Manchester United frá Everton árið 2004. Að vísu áttu þeir afar lága prósentu í félaginu á þeim tíma eða um 19 prósent en félagið eignaðist ekki meirihluta í félaginu fyrr en sumarið 2005.

„Í fyrsta lagi finnst mér Glazer-feðgar hafa unnið stórkostlegt starf fyrir United. Þeir keyptu mig árið 2004 og hafa verið hjá félaginu í um tuttugu ár og alltaf leyft stjórunum að kaupa þá leikmenn að eigin vali,“ sagði Rooney á blaðamannafundi fyrir leik D.C. United.

Margir stuðningsmenn lýsa yfir vonbrigðum sínum með ummæli Rooney á Twitter og skilja ekki sleikjuskapinn.


Athugasemdir
banner
banner