Gary Neville og Roy Keane, sparkspekingar á Sky Sports, gátu tekið gleði sína á ný er Manchester United lyfti deildabikarnum á Wembley í dag.
Sex ár voru frá því Manchester United vann síðast bikar en leikmenn liðsins náðu að binda enda á erfiða tíma og er nú aftur í fremstu röð.
Keane og Neville hafa gagnrýnt United mikið síðustu ár en þessir fyrrum leikmenn félagsins leikmönnum og Ten Hag í hástert eftir 2-0 sigurinn á Newcastle United í dag.
„Horfðu á viðbrögð leikmanna og stuðningsmanna. Þeir hafa verið örvæntingafullir að ná í árangur.“
„Fyrir leik snerist allt um Newcastle og hversu örvæntingafullir þeir væru en það hafa verið fimm, sex eða sjö ár síðan Man Utd vann eitthvað síðast og það virðist langur tími.“
„Þeir eiga sigurinn skilið. Þeir voru skilvirkir, með tvö góð mörk og leiðin var löng fyrir Newcastle sem hélt sér samt inn í leiknum, en vonandi er þetta byrjun á því að við fáum góðu dagana aftur hjá Manchester United,“ sagði Keane.
Gary Neville, fyrrum liðsfélagi Keane og samstarfsmaður á Sky segir Ten Hag hafa breytt United úr væluskjóðum í sigurvegara á einu tímabili.
„Þetta snýst um einn mann sem umbreytti liði úr væluskjóðum í sigurvegara. Þvílíkt starf sem Ten Hag hefur unnið þarna. Það eru leikmenn þarna sem áttu ekki að spila aftur fyrir Manchester United en þeir eru að spila á hæsta stigi. Þeir hafa andann og baráttuna. Nú er alvöru tækifæri til að halda áfram að vinna titla og hann tekur svo góðar ákvarðanir í leikjum. Varamennirnir voru mikilvægir til að loka leiknum. Síðustu mánuðir hafa verið frábærir,“ sagði Neville.
Athugasemdir