Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 26. febrúar 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fram fær Söru Svanhildi frá Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: Fram
Fram hefur fengið hina 18 ára gömlu Söru Svanhildi Jóhannsdóttur á láni frá Breiðabliki.

Sara er fjölhæfur sóknarmaður sem er uppalin hjá Blikum en síðustu þrjú tímabil hefur hún spilað með Augnabliki í Lengjudeildinni.

Hún á 32 leiki og 6 mörk í Lengjudeildinni, en nú er hún mætt til Framara þar sem hún mun spila í sumar.

„Við erum virkilega ánægð að tryggja Söru Svanhildi á láni til okkar fyrir komandi tímabil. Sara er tekniskur og öskufljótur sóknarmaður sem mun valda varnarmönnum deildarinnar allskonar vandræðum.“

„Breiðablik sér hana sem framtíðarleikmann og er það okkar að hjálpa henni að koma sér nær því. Hún mun eins og aðrir ungir leikmenn í okkar liði fá tíma til að þroskast og dafna og erum við mjög spennt að sjá hana inn á vellinum í bláu treyjunni. Ég vil þakka Nik og Blikum fyrir að treysta okkur fyrir því að halda framþróun Söru sem leikmanns áfram,“
sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner