Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 26. febrúar 2024 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
HK fær Olgu Ingibjörgu frá Breiðabliki (Staðfest)
Mynd: HK
HK hefur fengið Olgu Ingibjörgu Einarsdóttur til liðs við sig á lánssamningi út tímabilið frá nágrönnum sínum í Breiðabliki.

Olga er öflugur varnarmaður sem er aðeins 17 ára gömul og á 9 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Hún hefur leikið fyrir Augnablik í Lengjudeildinni síðustu ár og á 29 leiki að baki í deildinni, auk þess að hafa komið við sögu í einum leik með Breiðabliki í efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra.

HK endaði í þriðja sæti í Lengjudeildinni í fyrra á meðan Augnablik hríðféll niður um deild. Olga gæti því tekið þátt í toppbaráttunni með HK í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner