Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. mars 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ reynir að losa sig við 8 þúsund fermetra af steinull
Hérna átti leikur Íslands og Rúmeníu að fara fram í kvöld.
Hérna átti leikur Íslands og Rúmeníu að fara fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef ekki hefði verið fyrir kórónuveiruna þá hefði leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 farið fram á Laugardalsvelli í kvöld.

KSÍ lagði mikinn kostnað í það svo að leikurinn gæti farið fram í Laugardalnum, en honum var svo frestað þangað til í júní út af heimsfaraldrinum sem hefur svo gott sem stöðvað allar íþróttir í bili.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hann er ekki bjartsýnn á að leikurinn muni fara fram í júní.

„Ég held að það sé allt eins líklegt að það muni eitthvað færast til, ég held að það séu jafnvel meiri líkur á því en minni."

Áætlaður kostnaður við að halda þennan leik var um 64 milljónir og inn í því verði var meðal annars 8 þúsund fermetrar af steinull sem átti að hjálpa við að halda vellinum í nægilega góðu ásigkomulagi. Steinullin var ekkert notuð.

„Við erum að reyna að losa okkur við hana. Það er alltaf hægt að nota góða steinull í dag. Ef einhver hefur áhuga á steinull hafið þá samband. Við munum koma henni í verð og ná að skila henni held ég. Ég er bjartsýnn á það," sagði Guðni, en innslagið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner