Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. mars 2020 16:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þeir bestu sem voru ekki valdir bestir
Davíð Þór Viðarsson hefði getað verið bestur
Davíð Þór Viðarsson hefði getað verið bestur
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tómas Þór Þórðarson sá um valið.
Tómas Þór Þórðarson sá um valið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnleifur Gunnleifsson hefði átt að vera bestur árið 2015 að mati Tómasar.
Gunnleifur Gunnleifsson hefði átt að vera bestur árið 2015 að mati Tómasar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson hefði átt að vera bestur árið 2018 að mati Tómasar.
Hilmar Árni Halldórsson hefði átt að vera bestur árið 2018 að mati Tómasar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í boltahringborði dagsins á Fótbolta.net fór Tómas Þór Þórðarson yfir leikmenn sem hefðu getað verið valdir bestu leikmenn Íslandsmótsins ef sá sem var valinn hefði ekki fengið verðlaunin.

Tómas horfði tíu ár aftur í tímann og tilnefndi nokkra leikmenn sem komu til greina hvert ár, fyrir utan þann sem var valinn bestur.

Umræðan er neðst í fréttinni og hefst eftir 19:30

Árið 2018 hefði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, átt að vera bestur en ekki Patrick Pedersen að mati Tómasar.

„Besti leikmaður Íslandsmótsins 2018 var Hilmar Árni Halldórsson. 16 mörk, 6 stoðsendingar, 7 hjálparsendingar. Hann kom með beinum eða óbeinum hætti að 30 mörkum af 45 sem Stjarnan skoraði á þessu tímabili í liði sem náði Evrópusæti," sagði Tómas.

Tómas furðaði sig á því að Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, hafi verið valinn bestur árið 2016.

„Það er galið að Davíð Þór Viðarsson hafi ekki tekið þetta 2016. Hann réði ríkjum á miðjunni og hann hafði ekki unnið þetta áður. Leikmenn áttu að horfa í gegnum fingur sér þarna þó að hann sé að tækla og öskra á þá. Hann átti að vera MVP þarna. Það er ótrúlegt að hann hafi aldrei unnið," sagði Tómas Þór.

Árið 2015 var Emil Pálsson, miðjumaður FH, valinn bestur en hann spilaði sem lánsmaður hjá Fjölni í byrjun þess tímabils.

„Það var gengið gjörsamlega framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni þar. Hann fékk þrettán mörk á sig í 22 leikjum og hélt tólf stigum hreinu í liði sem endaði tveimur stigum á undan FH. Gunnleifur Gunnleifsson má vera einn sá súrasti í gegnum tíðina með að hafa ekki verið valinn bestur. Þetta var hans tímabil," sagði Tómas.

Hér að neðan má sjá lista hans og þá menn sem hefðu getað verið valdir bestir í gegnum tíðina.

Bestur 2019: Óskar Örn Hauksson (KR)
Aðrir sem komu til greina:
1. Pálmi Rafn Pálmason (KR) 8 mörk og lykilmaður Íslandsmeistara
2. Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 13 mörk í silfurliði
3. Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) 13 mörk+6 stoðsendingar

2018: Patrick Pedersen (Valur)
Aðrir sem komu til greina:
1. Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) - Kom að 30 af 45 mörkum
2. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) 6 mörk og 10 stoðsendingar
3. Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) - 17 mörk á sig/9 hrein lök
4. Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur) - Geggjaður í vörn Vals

2017: Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Aðrir sem komu til greina:
1. Haukur Páll Sigurðsson (Valur) - Frábær hjá meisturunum
2. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) - 7 mörk og 8 stoðsendingar
3. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) - 12 mörk og 3 stoðsendingar
4. Anton Ari Einarsson (Valur) - 20 mörk á sig

2016: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Aðrir sem komu til greina:
1. Davíð Þór Viðarsson (FH) - Bestur í besta liðinu, réði yfir deild
2. Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) - 7 mörk og 9 stoðsendingar
3. Stefán Logi Magnússon (KR) - 20 mörk á sig, 9 hrein lök í 3. sæti

2015: Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Aðrir sem komu til greina:
1. Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) - Hélt tólf sinnum hreinu
2. Davíð Viðarsson (FH) - Fyrirliði í besta liðinu
3. Damir Muminovic (Breiðablik - Aðeins 13 mörk á sig

2014: Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Aðrir sem komu til greina:
1. Daníel Laxdal (Stjarnan) - Leiðtogi í besta liðinu sem tapaði ekki
2. Ólafur Páll Snorrason (FH) - 10 stoðsendingar í liðinu í 2. sæti
3. Aron Elís Þrándarson (Víkingur) - Fimm mörk í liði Víkings sem náði Evrópusæti

2013: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Aðrir sem komu til greina:
1. Baldur Sigurðsson (KR) - Bestur hjá Íslandsmeisturunum
2. Davíð Þór Viðarsson (FH) - Öflugur á miðjunni hjá silfurliðinu

2012: Atli Guðnason (FH)
Aðrir sem komu til greina:
1. Óskar Örn Hauksson (KR) 10 stoðsendingar og 3 mörk
2. Guðjón Árni Antoníusson (FH) Frábær hægri bakvörður
3. Gunnleifur Gunnleifsson (FH) 23 mörk á sig

2011: Hannes Þór Halldórsson (KR)
Aðrir sem komu til greina:
1. Bjarni Guðjónsson (KR) Bestur á miðjunni. Níu stoðsendingar
2. Kjartan Henry Finnbogason (KR) 12 mörk í sigurliði
3. Garðar Jóhannsson (Stjarnan) 15 mörk

2010: Alfreð Finnbogason (Breiðablik)
Aðrir sem komu til greina:
1. Atli Viðar Björnsson (FH) 14 marka maður í 2. sæti
2. Kristinn Steindórsson (Breiðablik) 12 mörk silfurliði
3. Kristinn Jónsson (Breiðablik) 8 stoðsendingar úr bakverði

Umræðan er hér að neðan og hefst eftir 19:30
Útvarpsþátturinn - Boltahringborðið
Athugasemdir
banner
banner