Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. mars 2023 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Sex sem gætu tekið við Tottenham í sumar
Julian Nagelsmann
Julian Nagelsmann
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Oliver Glasner
Oliver Glasner
Mynd: EPA
Michael Carrick
Michael Carrick
Mynd: Getty Images
Enska félagið Tottenham er í leit að nýjum stjóra fyrir næsta tímabil eftir að það komst að samkomulagi við Antonio Conte um að rifta samningnum en sex þjálfarar koma til greina til að taka við liðinu í sumar.

Conte átti aðeins þrjá mánuði eftir af samningi sínum við Tottenham en ákveðið var að ljúka samstarfinu fyrr og líklega best fyrir alla aðila.

Ítalinn gagnrýndi stjórn, leikmenn og alla tengda félaginu eftir 3-3 jafnteflið gegn Southampton og sagði enski spekingurinn Jamie Carragher að hann væri hreinlega að reyna að láta reka sig.

Það fékkst síðan staðfest í kvöld en stóra spurningin er hver mun taka við liðinu?

Julian Nagelsmann

Þýski þjálfarinn er augljóst nafn á blaði. Hann var látinn fara frá Bayern München á dögunum og tók Thomas Tuchel við keflinu þar en Nagelsmann er eitt mest spennandi nafnið í boltanum í dag. Hann getur verið Mikel Arteta þeirra Tottenham-manna og ekki verra er að liðin hans spila á háu tempó-i. Nagelsmann hefur þá sannað sig hjá félagi (RB Leipzig) sem vill berjast við stærstu félögin.

Mauricio Pochettino

Stuðningsmenn Tottenham vilja Pochettino heim. Tottenham er enn óklárað verkefni fyrir Pochettino og gæti hann verið opinn fyrir því að snúa aftur til Lundúnarliðsins. Hann hefur verið án starfs síðan síðasta sumar er hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain. Það væri verulega rómantískt að fá manninn sem kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir fjórum árum og jafnvel að hann myndi fá meiri stuðning frá stjórninni en áður.

Oliver Glasner

Spennandi þjálfari sem gerði Eintracht Frankfurt að Evrópudeildarmeisturum á síðasta tímabili og það án þess að tapa leik í keppninni. Hann hefur einnig náð góðum árangri með Wolfsburg ásamt því að stýra LASK og Ried í Austurríki. Þýskir miðlar segja að hann sé ofarlega á blaði hjá Tottenham.

Michael Carrick

Skólaður hjá Manchester United og gerði vel eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn árið 2021. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum sem bráðabirgðastjóri, þar sem hann vann tvo leiki og gerði eitt jafntefli áður en hann hætti og Ralf Rangnick tók við. Carrick sneri aftur í þjálfun í október á síðasta ári og tók þá við Middlesbrough sem var í bullandi fallbaráttu. Það tók hann ekki langan tíma að breyta Boro í vél sem er nú í harðri baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina. Carrick þekkir vel til hjá Tottenham en hann spilaði með liðinu frá 2004 til 2006.

Roberto De Zerbi

Ítalski stjórinn verið að gera vel með Brighton og í baráttu um að komast í Meistaradeildina. Gerði Sassuolo að virkilega spennandi liði í Seríu A frá 2018 2021 en bæði tímabilin hafnaði það í 8. sæti deildarinnar og rétt missti af sæti í Sambandsdeildina árið 2021.

Brendan Rodgers

Leicester er ekki að eiga sitt besta tímabil undir Brendan Rodgers á þessu tímabili en hann hefur unnið fleiri titla með liðið en Tottenham hefur gert á síðustu fimmtán árum. Rodgers er með reynslu í að endurbyggja lið sem eru að ganga í gegnum erfiðleika og sýnt það að hann þarf ekki endalaust fjármagn til rétta úr kútnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner