Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. mars 2023 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Aftur skoraði Ronaldo tvö í sigri - Ágætis úrslit fyrir Ísland
Cristiano Ronaldo skoraði aftur tvö fyrir Portúgal
Cristiano Ronaldo skoraði aftur tvö fyrir Portúgal
Mynd: Getty Images
Mateo Retegui skoraði tvö í fyrstu tveimur landsleikjunum með Ítalíu
Mateo Retegui skoraði tvö í fyrstu tveimur landsleikjunum með Ítalíu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk er Portúgal vann Lúxemborg örugglega, 6-0, í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en liðið vann báða leiki sína í landsliðsverkefninu og er nú í toppsæti í riðli Íslands.

Portúgal gekk frá Lúxemborg á fyrsta hálftímanum. Ronaldo skoraði af stuttu færi strax á 9. mínútu eftir að Nuno Mendes kom boltanum fyrir markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Ronaldo.

Joao Felix tvöfaldaði forystuna nokkrum mínútum síðar með skalla áður en Bernardo Silva gerði þriðja markið.

Ronaldo gerði síðan annað mark sitt á 31. mínútu með góðri afgreiðslu. Ronaldo var skipt af velli þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.

Varamaðurinn Otavio gerði fimmta mark leiksins og þá var Ruben Neves nálægt því að skora en aukaspyrna hans hafnaði þverslá áður en markvörður Lúxemborgar varði vítaspyrnu frá Rafael Leao. Stuttu síðar kom Goncalo Ramos óvænt í veg fyrir að Ruben Dias myndi gera sjötta markið en boltinn datt í teignum fyrir Dias sem átti skot að marki en Ramos stóð fyrir og því afar óheppilegt fyrir hann.

Á 88. mínútu bætti Leao upp fyrir vítaklúðrið með því að leika á tvo varnarmenn áður en hann lagði boltanum í markið. Lokatölur 6-0 fyrir Portúgal.

Portúgal er í efsta sæti riðilsins með 6 stig en næst á eftir kemur Slóvakía með 4 stig eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu.

Staða Íslands er ágæt. Liðið er í 4. sæti með 3 stig en getur komið sér upp í annað sæti með sigri á Slóvakíu á Laugardalsvelli í júní.

Mateo Retegui skoraði þá annan landsleikinn í röð er Ítalía lagði Möltu, 2-1, í C-riðli.

Úrslit og markaskorarar:

Norður-Írland 0 - 1 Finnland
0-1 Benjamin Kallman ('28 )

C-riðill:

Malta 0 - 2 Ítalía
0-1 Mateo Retegui ('15 )
0-2 Matteo Pessina ('27 )

J-riðill:

Slóvakía 2 - 0 Bosnia Herzegovina
1-0 Robert Mak ('13 )
2-0 Lukas Haraslin ('40 )

Lúxemborg 0 - 6 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('9 )
0-2 Joao Felix ('15 )
0-3 Bernardo Silva ('18 )
0-4 Cristiano Ronaldo ('31 )
0-5 Otavio ('77 )
0-5 Rafael Leao ('85 , Misnotað víti)
0-6 Rafael Leao ('89 )
Athugasemdir
banner
banner