Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Alonso tilkynnir um framtíð sína á morgun - Verður líklega áfram hjá Leverkusen
Xabi Alonso
Xabi Alonso
Mynd: EPA
Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi, tilkynnir um framtíð sína á blaðamannafundi á morgun. Diario AS greinir frá.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Alonso og möguleikann á því að hann fari til Real Madrid.

Alonso er á þriðja tímabili sínu með Leverkusen en á síðasta tímabili fór hann taplaust í gegnum deildina er það varð deildarmeistari í fyrsta sinn og þá vann hann þýska bikarinn.

Leverkusen hefur ekki alveg tekist að ógna Bayern München í titilbarátunni í ár, en er hins vegar komið í undanúrslit bikarsins og fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Diario AS segir að Alonso muni á morgun tilkynna um framtíð sína, en þar er gert ráð fyrir að hann staðfesti að hann verði áfram með Leverkusen út næsta tímabil.

Óvíst er með stöðu Carlo Ancelotti hjá Real Madrid og fer það algerlega eftir því hvort hann nái að skila nokkrum titlum í hús í lok leiktíðar. Ancelotti er samningsbundinn út næsta tímabil og telur Alonso það eflaust vera rétta tímapunktinn til að taka skrefið til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner